Sagan / Stjórnir

Stjórn félagsins 2020- 2021

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi 20. febrúar 2020:

 

Guðfinna Ólafsdóttir, formaður, Anna Þóra Einarsdóttir, varaformaður, Guðrún Guðnadóttir, fjármálastjóri, Þorgrímur Óli Sigurðsson, ritari, Gunnþór Gíslason, meðstjórnandi, Guðrún Þóranna Jónsdóttir og Ólafur Sigurðsson, varamenn.

Fyrri stjórnir

 

Fyrsta stjórn Styrktarfélags aldraðra
1980 - 1995
Einar Sigurjónsson formaður
Heiðdís Gunnarsdóttir
Hafsteinn Þorvaldsson
Óskar Ólafsson
Ólöf Österby
Guðrún Hjörleifsdóttir
Halldóra Bjarnadóttir
Hjördís Gunnlaugsdóttir

 
 Fyrsta stjórn FEB Selfossi
1995 - 1999
Böðvar Stefánsson formaður
Guðmundur Geir Ólafsson
Helga Þórðardóttir
Halldóra Ármannsdóttir
Sigursteinn Ólafsson
Vilborg Magnúsdóttir
Hjördís Gunnlaugsdóttir

Stjórn 1999 - 2012
Hjörtur Þórarinsson formaður
Einar Jónsson gjaldkeri
Margrét Gunnarsdóttir ritari
Heiðdís Gunnarsdóttir meðstjórnandi
Varastjórn
Árni Erlendsson varastjórn

Stjórn 2012 - 2013
Hjörtur Þórarinsson formaður
Einar Jónsson gjaldk.
Sigríður J. Guðmundsdóttir ritari
Heiðdís Gunnarsdóttir meðstjórnandi
Varastjórn
Árni Erlendsson varastjórn
Óli Þ.Guðbjörnsson varastjórn

Stjórn 2013 - 2014
Sigríður J.Guðmundsdóttir formaður
Einar Jónsson gjaldk.
Arnheiður Jónsdóttir ritari
Heiðdís Gunnarsdóttir varaform.
Jósefína Friðriksdóttir meðstjórnandi
Varastjórn
Árni Erlendsson varastjórn
Óli Þ.Guðbjörnsson varastjórn 

Stjórn 2014 - 2015
Sigríður J.Guðmundsdóttir form.
Guðmundur Guðmundsson gjaldk.
Arnheiður Jónsdóttir ritari
Heiðdís Gunnarsdóttir varaform.
Jósefína Friðriksdóttir meðstj.
Varastjórn
Óli Þ.Guðbjörnsson varastjórn
Gunnþór Gíslason varastjórn

Stjórn 2015- 2016
Sigríður J.Guðmundsdóttir form.
Guðmundur Guðmundsson gjaldk.
Arnheiður Jónsdóttir ritari
Heiðdís Gunnarsdóttir varaform.
Jósefína Friðriksdóttir meðstj.
Varastjórn
Óli Þ.Guðbjörnsson varastjórn
Gunnþór Gíslason varastjórn

Stjórn 2016- 2017
Sigríður J.Guðmundsdóttir form.
Guðmundur Guðmundsson gjaldk.
Arnheiður Jónsdóttir ritari
Heiðdís Gunnarsdóttir varaform.
Jósefína Friðriksdóttir meðstj.
Varastjórn
Óli Þ.Guðbjörnsson varastjórn
Gunnþór Gíslason varastjórn

 Stjórn 2017 - 2018
Sigríður J. Guðmundsdóttir form.
Guðmundur Guðmundsson gjaldk.
Jósefína Friðriksdóttir varaf.
Anna Þóra Einarsdóttir ritari
Gunnþór Gíslason meðstj.
Varastjórn
Guðfinna Ólafsdóttir
Stefán Magnússon

Stjórn 2018 - 2019
Sigríður J. Guðmundsdóttir form.
Eysteinn Ó. Jónasson gjaldk.
Jósefína Friðriksdóttir varaf.
Anna Þóra Einarsdóttir ritari
Gunnþór Gíslason meðstj.
Varastjórn
Guðfinna Ólafsdóttir
Gunnar Þórðarson 

Stjórn 2019-2020
Guðfinna Ólafsdóttir, formaður
Anna Þóra Einarsdóttir, varaformaður
Guðrún Guðnadóttir, gjaldkeri
Þorgrímur Óli Sigurðsson, ritari
Gunnþór Gíslason, meðstj.
Varastjórn:
Gunnar Þórðarson
Guðrún Þóranna Jónsdóttir

 Stjórn 2020-2021
Guðfinna Ólafsdóttir, formaður
Anna Þóra Einarsdóttir, varaformaður
Guðrún Guðnadóttir, gjaldkeri
Þorgrímur Óli Sigurðsson, ritari
Gunnþór Gíslason, meðstj.
Varastjórn:
Guðrún Þóranna Jónsdóttir
Ólafur Sigurðsson

STJÓRN 2021 - 2023 

Þorgrímur Óli Sigurðsson, formaður
Ólafía Ingólfsdóttir, varaformaður
Guðrún Guðnadóttir, gjaldkeri
Guðrún Þóranna Jónsdóttir, ritari
Gunnþór Gíslason, meðstj.
Varastjórn:
Valdimar Bragason
Ólafur Sigurðsson

STJÓRN 2023 - 2024 

Magnús J. Magnússon, formaður
Ólafía Ingólfsdóttir, varaformaður
Guðrún Guðnadóttir, gjaldkeri
Guðrún Þóranna Jónsdóttir, ritari
Ólafur Bachmann, meðstj.
Varastjórn:
Valdimar Bragason
Ólafur Sigurðsson

 

STJÓRN 2024 - 2025 

Magnús J. Magnússon, formaður
Ólafía Ingólfsdóttir, varaformaður
Elín Jónsdóttir, gjaldkeri
Guðrún Þóranna Jónsdóttir, ritari
Ólafur Bachmann, meðstj.
Varastjórn:
Valdimar Bragason
Ólafur Sigurðsson

 
 

 

Sagan

  • Fyrstu skrefin voru Dagskrá og kaffi hjá kvenfélagi Selfosskirkju 1966 - 1977
  • Svo kom Styrktarfélag aldraðra á Selfossi 1977 - 1980
  • Sem síðan varð að Félag eldri borgara Selfossi 1980
  • Árið 2020 varð félagið  40 ára.


    Logo félagsins var hannað af þeim Ólafi Th. Ólafssyni og Sveini Sveinssyni

Frú Stefanía Gissurardóttir prestfrú stóð fyrir því árið 1966 að stofna Kvenfélag Selfosskirkju, fljótlega eftir stofnun félagsins datt þessum ágætu félagskonum í hug, að gott væri að gleðja eldri borgara á einhvern hátt, samkomuhald með dagskrá og kirkjukaffi var svo í framhaldi af þessu haldið árlega fyrir eldri borgara fram til ársins 1976.

Í byrjun árs 1977 fól sveitastjórn Selfoss 10 manna starfshóp undir forystu Jóns B. Stefánssonar þáverandi félagsmálastjóra, að sinna málefnum fyrir eldri borgara og fékk félagið nafngiftina Styrktarfélag eldri borgara á Selfossi.

Stefnan tók að þróast og stungið var upp á leikhúsferðum, síðan bættust við hljóðfæraleikarar til að spila undir almennum söng og síðan kom hver uppákoman á fætur annari, upplesarar komu í heimsókn félagsmönnum til skemmtunar, fljótlega bættist föndur við og síðan fótsnyrting og strax á fyrsta starfsári bauð Guðmundur Tyrfingsson hópferðabíl til dagsferðar og hefur sú hefð haldið alla tíð síðan að GT bílar bjóða félögum í haustferð. Sveitarstjórnarmönnum var umhugað um að yfirfæra þennan félagsskap úr opinberri forsjá yfir í frjálsan félagsrekstur.

Styrktarfélag aldraðra á Selfossi hélt síðan stofnfund í Selfossbíói 25. september 1980 og segja má að Jón B. Stefánsson sé einskonar guðfaðir þessarar starfsemi þar sem hann sá um undirbúning að stofnun félagsins og auk þess fylgdist hann vel með starfseminni fyrstu árin á eftir.

Einar Sigurjónsson var kosin á þessum stofnfundi formaður félagsins og gengdi hann því hlutverki frá 1980 til 1995 eða í 15 ár.

Félagið var í örum vexti og á 15 ára afmæli félagsins 1995 tekur Böðvar Stefánsson við formanninum og nafnabreyting gerð á félaginu sem breyttist úr því að vera styrktarfélag í það sem það er í dag Félag eldri borgara Selfossi (FEB Selfossi). Böðvar hélt utan um formanninn í 4 ár.

Árið 1999 tekur Hjörtur Þórarinsson við formanninum og heldur honum til ársins 2013 eða í 14 ár, að Sigríður J. Guðmundsdóttir (Sirrý Guðmunds) tekur við keflinu og lætur um leið gera lagabreytingu um að kjörtímabilið verði 2 ár og að enginn sitji lengur í stjórn félagsins en þrjú kjörtímabil sem gerir 6 ár í stjórnarsetu og sat hún frá 2013 til 2019 eða í 6 ár.

Markmið Félags eldri borgara á Selfossi (FEB Selfossi).

a) vekja athygli og auka skilning almennings, ríkis og sveitafélags á þörfum eldri borgara.
b) stuðla að aukinni þjónustu fyrir eldri borgara.
c) skipuleggja og framkvæma tómstunda- og félagsstarf meðal eldri borgara.
d) vinna að öðrum þeim málum, sem til hagsbóta teljast fyrir eldri borgara.

Gerður var þjónustusamningur við Sveitafélagið Árborg sem hefur verið í gildi frá 1. janúar 2003. Þar segir m.a.

Félagið tekur að sér skipulagningu og framkvæmd tómstundastarfa fyrir eldri borgara á Selfossi.

Félagið mun leggja áherslu á að úrval námskeiða og tækifæra til frístundaiðkunar sé eins fjölbreytt og kostur er.

Félagið setur upp námskeið, sér um auglýsingar og aðra kynningu, útvegar leiðbeinendur og annað er þarf þannig að starfið geti farið vel og skipulega fram".