3. stjórnarfundur 21.04.23

 

 

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (3/2023)

 1. fundur stjórnar FebSel, haldinn föstudaginn 12.05.2023 í Uppsölum, Grænumörk 5.

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,  Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachmann (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

 

 1. Fundur settur kl. 9:05

 

 1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram. Hún var samþykkt samhljóða

 

 1. Af landsfundi 09.05.23 í Borgarnesi. Magnús J. Magnússon var á landsfundinum kosinn í varastjórn. MJM fór yfir landsfundinn sagði frá formi og framkvæmd fundar. Málefnanefndir á fundinum fjölluðu um lagabreytingar og kjaramál. Samþykktar voru tvær ályktanir um kjaramál. Það kom fram ósk um að grasrótin myndi koma frekar að vinnu um kjaramál.  Stjórn FebSel hefur ákveðið að stefna að kjaramálaráðstefnu í haust með eldri borgurum í Árborg. MJM hefur fengið til aðstoðar Þorbjörn Guðmundsson stjórnarmann í Landsambandi eldri borgara.
 2. Næsti fundur Öldungaráðs. Á síðasta fundi var ákveðið að halda næsta fund ráðsins í maílok. MJM mun spyrjast fyrir um fund hjá starfsmanni Öldungarráðs. Stjórnin fór yfir það sem helst þyrfti að ræða. Erindisbréf fyrir ráðið, reglur vegna leigu í  Grænumörk, reglur vegna heimaþjónustu fólks og margt fleira kom upp. Senda þarf beiðni um mál til umræðu í síðasta lagi tveimur dögum fyrir fund ráðsins.
 3. Heimasíðan // Skjárinn Upplýsingar á heimasíðu þarf að endurskoða – face-bókin er orðin það sem heimasíðan var. Ekki talið gott að setja inn mikið af myndum inn á heimasíðuna betra að nýta þar face-bókina. Setja á skjáinn í Grænumörk auglýsingar um viðburði og að hægja á honum.
 4. Nefndir og námskeiðshaldarar. Farið yfir listann og skipt á stjórnarmenn að hafa samband við núverandi nefndarmenn og námskeiðshaldara. Ný námskeið; fram komu hugmyndir um ljósmyndun, línudans, gömlu dansana og skák. Byrja í haust í Opnu húsi á því að fá fram hugmyndir um hvernig fólk vill sjá félagsstarfið í FebSel. Hugmynd reifuð um að bjóða upp á félagsstarf í sumar. Til dæmis væri hægt að hafa: Bocia, kínaskák, félagsvist, prjón, snóker og frjáls spil. Verður rætt við umsjónamenn þessara hópa um þá hugmynd.
 5. Af Stokkseyri og Eyrarbakka – Formaður fór á Opið hús á Eyrarbakka og heimsótti hann einnig eldri borgara á Stokkseyri. MJM ræddi við þau um að auka samvinnu og að fólk geti sótt öll námskeið í Árborg ef það er með félagsaðild á Selfossi eða á Eyrarbakka..
 6. Hvað er framundan? 17. júní – MJM mun skoða hvort framhald verði á því að halda þjóðhátíð í Mörkinni fyrir eldri borgara.
 7. Önnur mál.
 8. a) Myndin um Selfoss verður sýnd í haust.
 9. b) Óskað verði eftir viftu í Uppsali.
 10. c) Sigríður leiðbeinandi í stólaleikfimi biður um aðstöðu fyrir söngkvöld í dúr og moll í Mörk 1 26. maí. Það yrðu lok vetrarstarfsins
 11. d) Fiscersetrið býður eldri borgurum í heimsókn 16. maí kl. 17:00. MJM mun auglýsa það
 12. e) Þátttakandi í stólaleikfimi slasaðist í leikfimi. ÓS velti því upp hvort að félagið þurfi að vera tryggt fyrir áföllum sem verða í einhverju sem er á vegum FebSel. MJM athugar þetta með lögfræðingi.
 13. f) ÓI spurði um aðalfundargerð frá febrúar 2023. GÞ mun athuga það.
 14. g) ÓI hefur athugað með brennsluofn fyrir postulínið. Fram kom að ofn kostar 700.000 kr. Sem er að mati Jónu Guðrúnu leiðbeinenda hæfilega stór. Ákveðið að kaupa ofninn ef Jóna Guðrún gefur grænt ljós eftir skoðun.
 15. h) Mánudaginn 15. maí kl. 10:00 verða flokkuð og merkt með límmiðum Leb-blöðin. Stjórn mætir.

 

Næsti stjórnarfundur verður 08.06.23, þá verður kvöldfundur – með mat og mökum.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 11:40.

 

 

________________________________           ________________________________

                Guðrún Þóranna Jónsdóttir                                     Magnús J. Magnússon

                            ritari                                                                    formaður