Fundur 10, 15.9.2022.

 

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (10/2022).


10. fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn mánudaginn 15.09.2022 í sal 1, í Grænumörk 5.  Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

  1. Fundarsetning 13:35.   
  1. Fundargerð síðasta fundar stjórnar 05.09.2022 borin upp. Samþykkt samhljóða. 
  1. Vetrardagskrá. Farið yfir lausa enda og fyllt í eyður. Dagskráin verður kynnt 22. 09. ÞÓ hefur talað við þá sem séð hafa um kaffi og veitingar á fimmtudögum. Fannar í Kjötbúrinu er tilbúinn að halda áfram en Bjartmar hjá Veisluþjónustu Suðurlands hefur ekki svarað því endanlega. 
  1. Aðventuhátíð 2022. Ákveðið að hafa hátíðina fimmtudaginn 8. desember. Dagskráin verður ákveðin síðar. Athugað verður með að fá inni á Hótel Selfoss. 
  1. Innkomin erindi. a)Verkefnistjóri verkefnisins Símavinir hafði samband og óskaði eftir samstarfi við FEBSEL. ÞÓ mun hafa samband við Erlu Sigurjónsdóttur og athuga hvernig Rauði krossinn sinnir þessu. b) Þórfríður S. Haraldsdóttir býður upp á fyrirlestur eða námskeið sem varða slitgigt. Átta skipti kosta kr. 30.000. ÞÓ mun bjóða henni að koma á kynningarfundinn 22. sept. c) Viðburðastjóri Árborgar hafði samband og innti eftir því hvort FEBSEL vilji vera með viðburð í menningarmánuði. Hugmynd um að hafa viðburð á Opnu húsi í október. ÓS mun vera í sambandi við Magnús J. og viðburðastjórn um hvort gangi að skipuleggja það. Mælt með því að vera með á handverkssýningu á Vor í Árborg. Stjórn mun hafa samband við leiðbeinendur um hvort þeir séu til í að stefna að því. 
  1. Önnur mál
  2. a) ÓS sagði að viðburðastjórnin hefði hist nýlega til að undirbúa dagskrá Opins húss. Þau ræddu um að halda bingó, jafnvel tvisvar í vetur. Ósk frá þeim um að félagið leggði til fé í vinninga fyrir það. Það fékk góðar undirtektir.
  3. b) ÓI sagði að fundur væri 6. okt. kl. 14:00 – 15:00 heilsuefling 60+, Bjartur lífstíll.
  4. c) Fyrirspurn frá ÓI varðandi samninginn við Árborg. Ekki hafa borist svör.

Næsti fundur verður boðaður með dagskrá 

Fundi slitið 15:50 

 

________________________________           ________________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                               Þorgrímur Óli Sigurðsson

              ritari                                                       formaðu