Fundargerð 6, 4.5.2022.

 

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (6/2022).

Sjötti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn miðvikudaginn 04.05.2022 í sal í Grænumörk 5.  Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

  1. Fundarsetning Fundur settur kl. 09:00.
  2. Fundargerð síðasta fundar 13.04 borin upp og samþykkt samhljóða.
  3. Starf í lok annar. Rætt um nefndir félagsins, umsjónarmenn og nefndarfólk. Mörgum námskeiðum er lokið og öðrum að ljúka. Nokkrir hópar fara í ferðir í lok annar.  Postulínsmálun var ekki s.l. ár. Stjórn var sammála um að athuga hvort möguleiki væri á að félagið keypti ofn til að brenna postulín. ÓI og G.G. munu kynna sér málið og m.a. heimsækja Brynju Bergsveinsdóttur, í Rangárvallasýslu en hún sinnir námskeiðum þar. ÓS benti á Bergljótu Þorsteinsdóttur á Reykjum sem hefur lengi verið í postulínsmálun og mætti jafnvel hafa með í ráðum. Rætt um að herbergið uppi við hliðina á skrifstofu félagsins gæti nýst fyrir gler, postulín og jafnvel keramik. Útskurður fór ekki af stað í haust. ÓS mun kanna aftur með leiðbeinanda í Hveragerði í haust. Berglind Elíasdóttir verður með heilsueflinguna í Selfosshöllinni út maí og í júní með einn hóp en tekur sér frí í júlí. Hún kemur til með að byrja aftur í ágúst.
  1. Ásýnd félagsins. VB reifaði hugmynd um barmmerki fyrir félag eldri borgara. Rætt. ÞÓ leggur til að þetta verði skoðað og athugað með verð. ÞÓ lagði til að merki verði látið fylgja félagsskírteini þegar fólk gengur í félagið. VB mun kanna þetta fyrir næsta fund. Rætt um kröfugöngu 1. maí, stjórnar-menn fóru í gönguna með fánann – ath. að fá belti til að halda við fánann. ÓS mun skoða það.
  2. Merking og dreifing LEB blaðsins. Árlegt. GG mun fá límmiða með nöfnum félaga og stjórn mun hittast til að merkja blöðin. Síðan verður borið út, ákvörðun hvernig tekin síðar.
  3. Önnur mál.
  4. a) VB kynnti hugmynd af tveim skjölum til að afhenda heiðurskjöl til nýrra heiðursfélaga. Stjórn leist vel á hugmynd með gylltum ramma, verður mynd af viðkomandi sett á skjalið. Prentuð tvö skjöl og annað verður sett upp á vegg hér á skrifstofu félagsins í Grænumörk. VB mun vinna þetta áfram og ræðu við Vilborgu og Blöku. Einnig mun OI finna þá sem séð hafa um námskeið einhver ár og eru að hætta. Þau munu fá blóm og þakkir.
  5. b) ÞÓ sagði að matur verði framreiddur í Mörk kl. 11:30–12:30 frá og með 2. maí. Fólk pantar máltíðir og kemur hér og borðar saman. Næsta vetur þarf að hafa í huga að setja matartímann inn á stundaskrá eldri borgara svo að það rekist ekki á námskeið í Mörk.
  6. c) OS spurði um abler námskeiðið. GG sagði að sendar hefðu verið sendar en það væri ekki komið tenging til að setja inn í kerfið en það gerist fljótlega. ÞÓ sagði að við hefðum fengið jákvæð viðbrögð frá Árborg til að aðstoða félagið varðandi kerfið.
  7. d) GÞJ sagði að Opna húsið 28. apríl með framboðum til sveitarstjórnar í Árborg hefði heppnast mjög vel. Því var vel stjórnað af VB, ÞÓ og Önnu Þóru Einarsdóttur.  

Næsti fundur var ákveðinn miðvikudaginn 1. júní kl. 9:00.

Fundi slitið kl.11:25.

           

________________________________           ________________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                                   Þorgrímur Óli Sigurðsson                   

ritari                                                                       formaður