Fundargerð 5, 13.4.2022

 

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (5/2022).


Fimmti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn miðvikudaginn 13.04.2022 í sal 1, í Grænumörk 5.  Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

 

  1. Fundarsetning Fundur settur kl. 15:05. Formaður bauð Ólafíu Ingólfsdóttur nýja stjórnarkonu velkomna.
  2. Fundargerð síðasta fundar Fundargerð stjórnarfundar 24.03 borin upp og samþykkt samhljóða.
  3. Verkaskipting stjórnar, varaformaður og ritari. Formaður gerði tillögu um Guðrúnu Þórönnu sem ritara og Ólafíu sem varaformann. Var það samþykkt samhljóða.
  4. Skipun fulltrúa FEBSEL á Landsfund LEB 3. maí 2022. Boðað hefur verið til landsfundar LEB 3. maí 2022. Fjöldi fulltrúa fer eftir 5. gr. laga LEB. 830 félagar eru í félaginu og samkvæmt lögunum á félagið fjóra fulltrúa og liggur fyrir samþykkt frá aðalfundi um að stjórn myndi tilnefna þá.  Tilnefndir fulltrúar eru:  Aðalmenn: Þorgrímur Óli Sigurðsson, Ólafur Sigurðsson. Gunnþór Gíslason og Guðrún Guðnadóttir.  Varamenn: Ólafía Ingólfsdóttir, Guðrún Þóranna Jónsdóttir, Valdimar Bragason og Guðfinna Ólafsdóttir
  1. Nefndir FEBSEL. Stjórn skiptir á sig að tala við nefndarfólk og ræði um framhald á setu í nefnd eða nýtt fólk. Það þarf að vera ákveðið hver ber ábyrgð á hverri nefnd. ÞÓ sér um árshátíðarnefnd og ferðanefnd, GÞ sér um viðburðarstjórn og leikhúsnefnd, GG sér um félagsvistarnefnd og öndvegisbókmenntir, ÓI sér um kjörnefnd og íþróttanefnd, VB sér um fornsögurnar og leikhúslestur, GuG sér um Hörpukórinn.  Ákveðið var að þakka því nefndarfólki sem hættir í nefndum eftir áralangt starf og hefur verið í forsvari fyrir nefnd. Það yrði gert á síðasta Opna húsi í vor.
  1. Heiðursfélagar FEBSEL. Fram hefur komið ábending frá félagsmanni um að heiðra Vilborgu Magnúsdóttur sem er stofnfélagi og hefur haldið utan um glernámskeið í fjölda ára. Einnig kom tillaga um að Þuríður Blaka Gísladóttir fengi heiðursviðurkenningu. Hún hefur kennt á útskurðarnámskeiðum í fjölmörg ár í eigin húsnæði. Stjórn ákvað að verða við þessum tilnefningum. Ákveðið var að veita þessar viðurkenningar í vor á síðasta opna húsi. VB mun útbúa skjal fyrir heiðursfélagana. Stjórn var sammála um að skipa í framhaldi nefnd sem myndi setja reglur varðandi heiðurstilnefningar og taka við tilnefningum.
  2. Heimsóknabeiðnir frá FEB félögum. Fyrir liggja þrjá beiðnir félaga um að fá að koma í heimsókn í þessum og næsta mánuði. Félag eldri borgara á Húsavík er á ferðalagi hér miðvikudaginn 27. apríl, mun þá gista á Hótel Selfossi og hefur áhuga á skoða aðstöðu eldri borgara hér fyrir hádegi. Félag eldri borgara í Garðabæ mun koma hingað 18. maí – ætla að gista á hótelinu og vilja gjarnan fá einhverja dagskrá hér á Selfossi. Kór eldri borgara í Gerðubergi 25 manna hópur kemur á Selfoss 19. maí og mun taka þátt í Opnu húsi með félaginu hér. Þau munu syngja nokkur lög. Stjórnin mun skipuleggja móttöku Húsvíkinga og Garðbæinga þegar nær dregur.
  3. Sveitarstjórnakosningar 2022. Eitt af markmiðum FEBSEL er að vekja athygli og auka skilning sveitarstjórnar á þörfum eldra fólks. Fyrir liggur að það verða sex framboð í Árborg. Framboðunum verður boðið að koma hingað í Mörk og kynna áhersluatriði sín varðandi eldra fólk í Opnu húsi þann 28. apríl og svara spurningum. Áhersluatriði sem Landssamband eldri borgara sendi út verða ljósrituð á góðan pappír hjá Prentmet og afhent öllum framboðunum og einnig látin liggja frammi í Grænumörk. 
  1. Önnur mál.
  2. a) Samningur við Árborg. Hann er frá 2014 og þarfnast endurskoðunar. Ákveðið var að fá fund fljótlega með Heiðu Ösp sem fyrst til að vinna að nýjum samningi. Þau sem munu hitta Heiðu eru ÞÓ, GG og ÓI.
  3. b) Ablerkerfið GG fékk póst í gær frá Steinunni Valdimarsdóttur. Það er búið að setja upp félagatalið í ablerkerfið. Það verður síðan hægt er að skrá sig í félagið, í ferðir eða á námskeið. Boðið er upp á námskeið í zoom föstudaginn 22. apríl 11. Nú þarf að fá fund með forsvarsfólki frá Árborg og leita eftir aðstoð, en þau höfðu tekið vel í það að leggja lið við að koma þessu kerfi á hjá FEBSEL.  

Næsti fundur var ákveðinn 4. maí kl. 9:00 

Fundi slitið17:24           

                       

________________________________           ________________________________                               

          Guðrún Þóranna Jónsdóttir                                 Þorgrímur Óli Sigurðsson                               

           ritari                                                                formaður