Fundargerð 3, 9.3.2022

 

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (3/2022).

 

Þriðji fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn miðvikudaginn 9.03.2022 kl. 13:00 í sal 2, í Grænumörk 5.   Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Anna Þóra Einarsdóttir (AÞ) varaformaður, , Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri boðaði forföll.

 

  1. Formaður setti fund kl. 13:00. 
  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp. Samþykkt samhljóða. 
  1. Aðalfundur FEBSEL 2022.

ÞÓ gerir tillögu um að hafa aðalfundinn 24. mars. Var það samþykkt. Athuga með að fá fólk sem stýrir fundi og ritar fundargerð og skiptu stjórnarmenn því á milli sín að hafa samband við vænlega aðila. Fundurinn mun byrja kl. 14:00. Kaffiveitingar á aðalfundi verða í boði FEBSEL. Ákveðið var að gera ályktun og þakka sveitarfélaginu fyrir að bjóða eldra fólki upp á heilsueflingu. Rætt um ályktun varðandi heilsustíg sem lögð var fram fyrir nokkrum árum. Ákveðið var að finna þá ályktun og skoða hvort hægt væri að minna á hana. 

  1. Viðræður við Heiðu Ösp deildastjóra um málefni FEBSEL. Heiða er tilbúin að hitta okkur í lok mars eða byrjun apríl. Það þarf að finna dagsetningu fyrir þann fund. Ræða þarf samning FEBSEL og Árborgar frá 2014, framhald á heilsueflingaræfingum í Höllinni, innleiðingu abler-kerfisins, umgengni við Grænumörk og jafnvel fleira. 
  1. Starfsemi á vegum FEBSEL á vorönn. Á Opnu húsi 17. mars verður Gísli Tryggvason lögfræðingur sem talar um erfðamál og 31. mars verður Öldungaráð með kynningu og umræður. Rætt um að námskeiðin verði fram á vorið eftir því sem hver og einn hópur ákveður í samráði við sinn leiðbeinanda.  Tillaga er um að lokahátíð FEBSEL verði þann 19. maí. Þá verði Opið hús með veglegri dagskrá – FEBSEL myndi sjá um kostnað fyrir þann viðburð.  
  1. Afsláttarbók FEB. ÞÓ ræddi um afsláttarbók LEB og sagði að haft hefði verið samband við félagið til að kynna kosti þess fyrir fyrirtæki að vera með línur og/eða auglýsingar. Starfmaður frá LEB hefur verið að safna línum og auglýsingum. Verður tekin ákvörðun um hvort félagið tekur þátt í söfnuninni fyrir næstu áramót.  
  1. Sveitarstjórnarkosningar, áherslumál. LEB hefur sett saman áhersluatriði eldra fólks í komandi sveitarstjórnarkosningum sem ættu að geta nýst á landsvísu. Við þurfum að taka afstöðu hvort við látum eitthvað frá okkur fara í aðdraganda kosninganna í vor. Tillaga um að fá frambjóðendur fyrir sveitastjórnarkosningar í vor á fund með eldra fólki þann 28. apríl. Formaðurinn mun einnig fara inn á þá fundi sem boðaðir verða fyrir sveitarstjórnakosningarnar og segja frá helstu áherslumálum eldra fólks hér í sveitarfélaginu. 
  1. Önnur mál.
  2. a) ÓS sagði að nú með byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá sem verður með göngubrú mætti huga að gönguleiðum að brúnni. Til dæmis mættu hugsa sér leið yfir í Hellisskóg.
  3. b) Hjörtur Þórarinsson gefur félaginu ljóðakver um starfssemi félagsins og býður því að gefa það út. Stjórnin samþykkti það og fól Valdimar að skoða með útgáfu á kverinu.
  4. c) Beiðni frá Sigríði Guðmundsdóttir um að FEBSEL greiði fyrir ljósritun á lögum/textum sem Helgi Hermannsson hefur tekið saman og sungin eru stundum í Opnu húsi og/eða í ferðum félagsins.
  5. d) Anna Þóra Einarsdóttir þakkaði fyrir gott samstarf á undanförnum árum en hún er að hætta í stjórninni eftir sex ára starf. AÞ taldi mikilvægt að það væri einhver úr stjórn í viðburðastjórn Opins húss.
  6. e) Minnt var á að stjórn og fyrri stjórn fari saman út að borða í vor. Þá verði myndataka á þeim stjórnum sem ekki hafa þegar verið myndaðar saman og samvera. 

Formaður þakkaði Önnu Þóru Einarsdóttur fyrir gott og farsælt starf í stjórn FEBSEL og sleit fundi 15:40. Boðað verður til næsta stjórnarfundar með tölvupósti.

 

________________________________           ________________________________                               

          Guðrún Þóranna Jónsdóttir                                 Þorgrímur Óli Sigurðsson                               

           ritari                                                                formaður