Fundargerð 13, 1.11.2021

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (13/2021).


Þrettándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn mánudaginn 1. nóvember 2021 kl. 14:00 í sal 1 í Grænumörk 5.

Mætt: Þorgrímur Óli Sigurðsson (ÞÓ) formaður, Guðrún Guðnadóttir (GG) gjaldkeri, Anna Þóra Einarsdóttir (AÞ) varaformaður, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Gunnþór Gíslason (GuG) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. 

  1. Fundarsetning/fundargerð Fundur settur af formanni kl. 14:00. Fundargerð síðasta fundar samþykkt einróma. 
  1. Öldungaráð

GÞ sagði frá fundum ráðsins og verkefnum þess. Aðeins tveir fundir hafa verið haldnir á þessu ári, einn fundur árið 2019 og einn fundur 2020. Á síðasta fundi ráðsins 18. október var boðaður næsti fundur 29. nóvember. GÞ óskaði eftir að gerðar yrðu starfsreglur fyrir öldungaráð og var það samþykkt. GÞ mun senda drög að starfsreglum og nokkur málefni til umfjöllunar til Heiðu Aspar starfsmann öldungarráðs fyrir næsta fund. Stjórn fagnar því að öldungarráð er farið að funda aftur og vonar að framhald verði á markvissu og góðu starfi. 

  1. Veitingar í opnu húsi

Bjartmar Pálmason veisluþjónustu Suðurlands hefur séð um veitingar í Opnu húsi í nokkurn tíma. Hann þurfti frí 14. okt. og þá sá stjórn félagsins um kaffiveitingarnar. AÞ sagðist telja að Bjartmar vilji fækka dögum – þetta sé of mikið hjá honum. AÞ mun ræða við Bjartmar um framhaldið, um það hvort hann vilji breytingar? Ef breytingar verða þá verður miðað við áramót. Hækka gjaldið eða fækka dögum. 

  1. Aðventuhátíð

ÞÓ spyr hvort við eigum að halda aðventuhátíðina - Edit Molnar er tilbúin að koma með barnakórinn – Hörpukórinn mun vera tilbúinn að mæta. ÞÓ segir að komið sé tilboð frá Hótel Selfoss 1500 á mann. Stjórn var sammála um að halda hátíðina 16. des. kl. 14 – 16 og panta tónlist (GuG). Auglýsa þetta vel og minna á það í Opnu húsi. Hugvekja – tala við sr Guðbjörgu Arnardóttur (GÞ). Einnig verði samið við Magnús J. Magnússon um að koma með verk af leiklistanámskeiðinu (AÞ) 

  1. Ráðstöfun og umgengni sala í Grænumörk.

ÞÓ fór yfir umgengni í húsinu. Hann nefndi kompuna sem fylgir sal 1 þar ganga ýmsir um og þarf að vanda umgengni. Einnig sagði hann að setja ætti reglu um að allir hópar myndu ganga frá sölum eins og þeir koma að þeim. ÞÓ sagði frá atviki varðandi Hörpukórinn sem æfir á miðvikudögum en bæjarstjórn fundar þriðja miðvikudag í hverjum mánuði. Fundur hafði verið settur annan miðvikudag í okt. Það olli óánægju í kórnum, en sú lausn var fundinn að kórinn æfir þriðja mánudag í mánuði í Mörk en æfir aðra miðvikudaga í Mörk. ÓS sagði að píluspjaldið væri komið og hefur verið sett upp á efri hæðinni. Einnig kom fram hjá ÓS þarf að ganga frá í stærra herberginu sem FEBSEL hefur þar vantar borð og stóla og einnig þarf að setja upp hillur, bæjarstarfsmenn munu sjá um það.. ÓS hefur tekið til og flokkað frá það sem á að henda og tekið frá gögn sem félagið á og þurfa geymslu, 

  1. Starfsemi á vorönn.

Hvernig förum við inn í næsta ár, verða breytingar á námskeiðum? Það þarf að hitta leiðbeinendur og kanna fjölda á námskeiðum og hvernig gangi. Það þarf að gera breytingar á stundaskrá og skrá þær. Aðalfundur verður í febrúar. 

  1. Önnur mál
  2. GÞ sagði að Guðný Sölvadóttir væri tilbúin að taka að sér námskeið í glerbrennslu. Hún getur ekki byrjað fyrr en næsta haust.
  3. Hugmynd kom fram um að FEBSEL þakki starfsfólki í Grænumörk á aðventu – kveðjukort og/eða konfekt. Jákvætt.
  4. Sigurður Kolbeinsson framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu eldri borgara hafði samband við AÞ og óskaði eftir að fá að vera með kynningu á ferðaskrifstofu sinni. Stjórn var sammála um að þetta væri fyrirtæki og skal því meðhöndlað sem slíkt. Sveitarfélagið sér um útleigu á sölum hér. ÞÓ mun ræða við stjórnanda í Grænumörk
  5. AÞ spurði hvort stjórn ætti að senda út tilmæli til fólks um að gæta að persónulegum vörnum? Allir voru sammála því. ÞÓ mun sjá um það – setja á face-bókina og skjáinn hér í Grænumörk.
  6. ÞÓ fór til Alex Ægissonar tölvufræðings í Mola til að fá upplýsingar varðandi heimasíðuna, mikilvægt að stjórnarmenn geti sett inn efni. VB falið að setja sig inn í þessi mál. 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:00. 

 

________________________________           ________________________________                               

             Guðrún Þóranna Jónsdóttir                           Þorgrímur Óli Sigurðsson                                                                                              ritari                                                         formaður