17. júní kvöldvaka fyrir eldri borgara

on .

 

17. júní 

-KVÖLDVAKA ELDRI BORGARA Í MÖRKINNI SELFOSSI KL. 20:00 – 21:30

-Stefán Helgi Islandus jr. ásamt Helga Má, leika og syngja

-Sigurjón frá Skollagróf

-Félagar úr Harmonikkufélagi Selfoss mæta með nikkurnar

-Fjöldasöngur undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar píanóleikara

-Kynnir Valdimar Bragason

-Allir eldri borgarar velkomnir og frítt inn meðan húsrúm leyfir

-Sveitarfélagið Árborg óskar íbúum gleðilegrar hátíðar

Til áhugfólks um dans, tónlist, dansstjórn.

on .

 

 

Félagi eldri borgara á Selfossi hefur borist athyglisverður tölvupóstur frá Atla Frey Magnússyni þjóðfræðingi. Eins og fram kemur í tölvupósti hans leitar hann eftir að komast í kynni við fólk sem stunda dans, tónlist, dansstjórn og sem hefur gaman að gömlum dönsum. Endilega þeir sem þetta á við hafið samband við Atla Frey netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í mig, Þorgrím Óla, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Það væri fjársjóður að fá einhvern í svona rannsóknarviðtal af okkar svæði.
Tölvupóstur Atla Freys

------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Góðan dag,

Atli Freyr Hjaltason heiti ég og er þjóðfræðingur. Í sumar vinn ég hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
við viðtalsrannsóknir á gömlu dönsunum. Ég sendi þetta bréf til FEBSEL til þess að sjá hvort þið vitið um einhverja sem stundað hafa gömlu dansana og væru ef til vill til í að hitta mig. Ég verð á ferðinni í sumar og hafði hugsað mér að heimsækja fólk ef það
er til í viðtal.

Ég leita að dönsurum, tónlistarmönnum, dansstjórum og fólki sem hefur gaman að gömlu dönsunum.

Það væri frábært ef þið vissuð um einhverja og gætuð komið mér í samband. Endilega sendið mér línu ef ég get
svarað spurningum sem kunna að vakna.

Bestu kveðjur,

Atli Freyr Hjaltason

Nýr bótaflokkur hjá Tryggingastofnun ríkisins um félagslegan stuðning við aldraða

on .

Úrræðinu er ætlað að styrkja framfærslu 67 ára og eldri sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum. Félagslegur viðbótarstuðningur getur að hámarki numið 231.110 kr. á mánuði. Þessi upphæð er 90% af fullum ellilífeyri almannatrygginga á árinu 2020. Þeir sem búa einir og eru einir um heimilisrekstur geta til viðbótar átt rétt á allt að 90% af heimilisuppbót sem er 58.400 kr. á mánuði á árinu 2020.

Stuðningur við kaup á tækjum fyrir styrktarleikfimi

on .

Fjölskyldusvið Árborgar

Bt. Þorsteins Hjartarsonar, sviðsstjóra

Ráðhúsinu Austurvegi 2

800 Selfoss

                                                                                                                                                    7.september 2020

 

 

Stuðningur við kaup á tækjum fyrir styrtkarleikfimi eldri borgara.

Stjórn FEB hefur samið við íþróttafræðing um að vera með styrktarleikfimi fyrir 60 plús í sal félagsins í Grænumörk 5. Til að það geti gengið eftir þurfum að kaupa ýmis smá tæki s.s. lóð, teygjur, jafnvægispúða, m.m. að upphæð kr. 140.000. Tækin munu svo nýtast okkur áfram um ókomin ár.

Í heilsueflandi bæ er bæjaryfirvöldum að sjálfsögðu kunnugt hve mikilvægt það er fyrir lýðheilsu eldri borgara að halda sér í góðu formi. Hreyfing er nauðsynleg en til verða líka að koma styrktaræfingar. Unnið verður eftir svokölluðu Janusarkerfi þ.e. gerðar svipaðar æfingar og mælingar sem hann er með og við erum svo heppin að hafa fengið íþróttafræðing sem er vel kunnugur Janusar kerfinu. Æfingarnar munu hefjast um leið og aðstæður í þjóðfélaginu leyfa.

 

Með vinsemd

Guðfinna Ólafsdóttir

Formaður Félags eldri borgara Selfossi.

Bæjarstjórn Árborgar 30.03.2020

on .

30. mars 2020

Bæjarstjórn Árborgar
Bt. Gísla Halldórs Halldórsson, bæjarstjóra
Ráðhúsinu
Austurvegi 1, Selfossi

Stjórn Félags eldri borgara, Selfossi vekur athygli á ályktun frá Landssambandi eldri borgara frá 24. mars 2020. Margir eldri borgarar þurfa á víðtækri þjónustu að halda eins og að fara í verslanir og apótek, margir nýta sér leigubíla og nú þurfa þeir að fá sendingar heim sem fela í sér aukinn kostnað. Við skorum því á sveitarfélagið:

  • að taka upp gjaldfrjálsa heimsendingu til þeirra eldri borgara sem þurfa að fá sendingar heim til sín.
  • að lækka fasteignagjöld sem kemur öllum til góða.

Það sem við í stjórn FEB höfum gert er:

  • félagið hefur keypt kennsluefni fyrir spjaldtölvur, IPAD og Androidkerfi og kæmi stuðningur sveitarfélagsins við kaup á þeim sér vel.
  • Stjórnin mun hringja í alla félaga FEB sem eru 85 ára og eldri og/eða búa einir og höfum við útbúið lista og skipt með okkur verkum.

Við höfum skilning á því að bæjarstjórn hefur í mörg horn að líta eins og ástandið er. Okkar félagar tilheyra viðkvæmasta hóp samfélagsins og því væri gott að heyra hvað er í bígerð hjá ykkur gagnvart okkar félögum og hvað þið hyggist gera fyrir okkar skjólstæðinga.


Með góðum kveðjum:
f.h. stjórnar FEB
Guðfinna Ólafsdóttir, formaður

Áskorun til bæjarstjórnar/bæjarráðs Árborgar - Selfossi 10.maí 2019

on .

Áskorun til bæjarstjórnar/bæjarráðs Árborgar.

Stjórn Félags eldri borgara Selfossi samþykkti á stjórnarfundi sínum þann 10.maí 2019 að skora á Sveitarfélagið Árborg að fjölga bekkjum á Selfossi. Það sem þarf að hafa í huga við staðsetningu þeirra er að ekki sé of langt í næsta bekk, ruslafata sé við þá og að þeir séu staðsettir norðan við götu, þá snýr sá sem nýtir sér sæti í suður móti sól.

Í austurbænum eru nú risin 5 fjölbýlishús sem ætluð eru 50 ára og eldri. Það er því fyrirsjáanlegt að þar muni eldri borgurum fjölga verulega, Mjög fáir bekkir eru í þessum bæjarhluta og því brýn þörf.

Þá bendum við einnig á að gangstétt á Austurvegi er ónýt og í raun hættuleg gangandi sem hjólandi.

 

F.h. stjórnar FEB
Guðfinna Ólafsdóttir
Formaður.