FRÆÐSLUNETIÐ SÍMENNT Á SUÐURLANDI KYNNIR NÁMSKEIÐ Í TÖLVU- OG MIÐLALÆSI FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI.

 

Fræðslunetið heldur námskeið í tölvu- og miðlalæsi fyrir 60 ára og eldri.  Námskeiðin verða haldin um allt Suðurland og eru þátttakendum að kostnaðarlausu.  Miðað er við að þátttakendur noti eigin spjaldtölvur eða snjallsíma á námskeiðinu. 

 

Markmiðið er að þátttakendur: 

Þjálfist í að nota tölvupóst og þjónustur á vefsíðum og að nota rafræn skilríki, s.s. vegna Heilsuveru, Skattsins, heimabanka o.fl. 

Læri að versla á netinu og að nota bókunarsíður fyrir viðburði og samgöngur. 

Læri að nota samfélagsmiðla og efnisveitur, s.s. Facebook, Netflix o.fl.

Lögð verður áhersla  á verklega kennslu sem miðast við hvern og einn.

Tímasetning og staðsetning (4 skipti hvert námskeið)

  1. Námskeið:Fjölheimar Selfossi: Þriðjudag og fimmtudag 10. – 19. maí kl. 10-12.
  2. Námskeið:Fjölheimar Selfossi: Þriðjudag og fimmtudag 10. – 19. maí kl. 14-16.

Leiðbeinandi: Bjarni Ásbjörnsson, tölvunarfræðingur.

Skráning:  (síma 560 2030 eða á netfanginu: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.