Félagar í Félagi eldri borgara Húsavíkur og nágrennis í heimsókn.

 

 

Fyrir hádegi miðvikudaginn 27. apríl 2022 komu góðir gestir í heimsókn í Mörk.  Það voru um 50 félagar í Félagi eldri borgara Húsavíkur og nágrennis sem eru þessa dagana á ferð um Suðurland og gista á Hótel Selfoss í þrjár nætur.  Tekið var á móti hópnum klukkan tíu í Grænumörk.  Farið var um húsið og aðstan skoðuð.  Síðan var starfsemi FEBSEL kynnt og sagt frá því sem væri í gangi í félagslífinu.  Gagnkvæmt sögðu gestirnir frá sinni starfsemi á Húsavík.  Fram kom að í því félagi eru nær 350 félagsmenn og blómleg starfsemi.  Ólafur Sigurðsson sagði frá fyrirkomulagi hússins og rými þess auk þess að lýsa svæðinu sem húsin standa á áður en þau voru reist en þá var þar leikvangur barnanna í Mjólkurhúshverfinu.  Að því loknu gekk hópurinn að nýbyggingu hjúkrunarheimilisins og börðu það augum utanfrá.  Kom þá rútan þeirra og gestirnir kvaddir.