Gangur framkvæmda við eldhúsinnréttingu í Mörk

 

Staða framkvæmda í Mörk
 
Nú hyllir undir betri tíð því stjórnvöld hafa gefið í skyn hraðari afléttinga sóttvarna. Starfsemi félagsins er að taka við sér í fámennari hópunum í sölum sem tilheyra Grænumörk 5. Í byrjun janúar var farið af stað með endurbætur á eldhúsinnréttingu í salnum í Mörk sem stefnt var á að ljúka í janúarlok. Því miður gekk það ekki eftir og er nú áætlað að verkinu ljúki í næstu viku. Ástæða seinkunarinnar voru ófyrirséð tilvik. Þar má nefna að fyrirtæki sem hafði tekið að sér einn verkþátt stóð ekki við sinn hlut svo leita var til annars aðila. Þá höfðu Covid veikindi, einangranir og sóttkví þau áhrif að starfsmenn komust ekki til vinnu sinnar. Þess má geta að í janúar voru að jafnaði á milli 250 til 300 manns í einangrun á Selfossi.
 
Það hefur mætt á starfsfólki Árborgar þetta tímabil við að spila úr þeim spilum sem á hendi voru í þessu ástandi. Þó við viljum að allt gangi hratt fyrir sig þá megum við hafa eftirfarandi í huga: Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða“ og það megum við að sætta okkur við.